Að missa í sjálfsvígi

Sjálfsvíg á sér undanfara í löngu og flóknu ferli, þar sem lokapunkturinn er dauði einstaklings sem af einhverjum ástæðum hefur tekið þá ákvörðun að binda endi á líf sitt. Inn í þetta ferli spila oft ýmsar aðstæður sem hafa orðið viðkomandi erfiðar s.s. áföll, missir, langvarandi streita, persónuleikaþættir og þunglyndi og/eða mikill kvíði. Sjálfsvíg er alltaf mikill harmleikur, sem hefur gríðarleg áhrif á umhverfi þess sem sviptir sig lífi, fjölskyldu, vini, vinnu- og skólafélaga og aðra. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin.

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshóp fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi.

Stuðningshópastarfið er í sex skipti og ávallt á sama tíma á sama degi.

Nauðsynlegt er að skrá sig í hópastarf til að tryggja þátttöku.

ATH: Það kostar ekkert að koma í hópastarf og það er alltaf hægt að skrá sig. Gott er að skrá sig strax í hópastarf til að tryggja pláss og einnig auðveldar það okkur að bregðast við ef aðsóknin er mikil.

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Skráning í hópastarf

A problem was detected in the following Form. Submitting it could result in errors. Please contact the site administrator.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira