Hvað í veröldinni gerir maður þegar einhver deyr?

1.500kr.

Upplýsingar

Eitt það erfiðasta sem getur komið fyrir er þegar einhver sem þér þykir vænt um deyr. Allur heimurinn umturnast. Hvað í veröldinni gerir maður?

Trevor Romain veit það því hann reyndi það á sjálfum sér þegar pabbi hans dó.

Þessi bók getur hjálpað þér í gegnum erfiðan tíma. Á einfaldan og heiðarlegan hátt svarar Trevor spurningum sem þú gætir verið að velta fyrir þér: „Af hverju þarf fólk að deyja?”, „Var þetta mér að kenna?”, „Hvað verður um líkama þess sem dó?” og „Hvernig get ég kvatt?”

Hann lýsir öllum þessum yfirþyrmandi og ruglingslegu tilfinningum sem þú gætir verið að upplifa og stingur upp á leiðum sem geta hjálpað þér til að líða betur.

Bókin er ætluð börnum og unglingum.

Höfundur: Trevor Romain

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira