Í Sorgarmiðstöð fer fram umfangsmikið starf í þágu syrgjenda og er öll þjónustan veitt syrgjendum að kostnaðarlausu.
Starfsemin er einungis rekin með styrkjum og fyrir velvild einstaklinga og fyrirtækja.
Með því að gerst vinur í raun styður þú við bakið á einstaklingum, börnum og fullorðnum sem hafa misst ástvin og eru að reyna fóta sig á ný í breyttu lífi. Vinir í raun greiða ákveðna upphæð mánaðarlega og velja þá upphæð sem hentar hér að neðan.
Við þurfum á þínum styrk að halda til að hlúa áfram vel að syrgjendum og efla þjónustu Sorgarmiðstöðvar.