11/04/2022
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Að missa ástvin skyndilega

Lokað hefur verið fyrir skráningu í sal vegna fjölda en ákveðið hefur verið að streyma líka erindinu á facbooksíðu Sorgarmiðstöðvar. Endilega kíkið þangaði inn á tilsettum tíma.

Það er sársaukafullt að missa ástvin skyndilega. Okkur er ýtt út í úrvinnslu tilfinninga sem virðast oft á tíðum stjórnlausar, sérstaklega í byrjun. Við þurfum mikinn stuðning og utanumhald frá okkar nánustu og jafnvel fagaðila líka. Við þurfum að hlúa vel að okkur og reyna nýta þau bjargráð sem geta gagnast okkur í sorgarferlinu.

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Soffía Bæringsdóttir fjölskyldufræðingur og Karólína Helga Símonardóttir mannfræðingur flytja erindið ,,Að missa ástvin skyndilega,,. Þær hafa allar reynslu af skydilegum ástvinamissi og sinna stuðningshópastarfi í Sorgarmiðstöð. Í erindinu er farið yfir helstu atriði sem nýtast í sorgarúrvinnslunni og hvernig við getum styrkt okkur eða okkar nánustu sem best í því ferli.

Nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja pláss.

Skráning – FULLT Í SAL

Erindið hefst kl 20:15

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira