22/04/2024
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Að missa barnabarn – fræðsluerindi

Að missa barnabarn er erfið lífsreynsla. Þú þarft að hlúa að barni þínu eða tengdabarni í sorg en berð jafnframt eigin sorg sem fær oft lítið pláss. Þú situr eftir með brostið hjarta og spurningar sem enginn getur svarað.
Þann 22. apríl nk. ætlar Kristín Kristjánsdóttir djákni að vera með fræðsluerindi og umræður fyrir þau sem hafa misst barnabarn. Kristín er einnig með diplómanám í sálgæslu og handleiðslu. Hún hefur víðtæka reynslu og hefur í mörg ár leitt stuðningshópa og stýrir hópastarfi nú í Sorgarmiðstöð. Kristín hefur reynslu af sárum missi en hún missti dóttur sína árið 1996 sem var langveik og  barnabarn árið 2010 af slysförum.

Skráning hér

Erindið hefst kl 18:00

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira