ágúst til september
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Að missa úr fíkn – lokað hópastarf

Hópastarf fyrir fólk sem misst hefur ástvin af völdum fíknar, áfengis- eða vímuefnafíknar fer af stað í ágúst.

Haft verður samband við alla sem hafa skráð sig þegar þeirra hópastarf hefst. Stuðningshópastarfið er í sex skipti og ávallt á sama tíma á sama degi.

Það er komin full skráning í stuðningshópastarfið í ágúst en við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst því um leið og ákveðnum fjölda er náð reynum við að fara af stað með nýjan stuðningshóp.

Hægt er að skrá sig hér

Það kostar ekkert að koma í hópastarf en það er nauðsynlegt að skrá sig til að tryggja þátttöku.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira