18/02/2023
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Að styðja börn og unglinga í sorg 

Að missa náinn ástvin er án efa eitthvert mesta áfall sem börn og unglingar geta orðið fyrir. Slíkt áfall getur fylgt börnum/unglingum ævina á enda og því nauðsynlegt að hjálpa þeim að vinna vel úr missinum svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir.

 Sorgarmiðstöð býður uppá erindi um börn og unglinga í sorg fyrir foreldra, forráðamenn og aðra áhugasama laugardaginn 18. febrúar kl. 12:00 

Ína Lóa Sigurðardóttir flytur erindið en hún starfar hjá Sorgarmiðstöð og er einn af stofnendum hennar. Hún missti manninn sinn frá tveimur ungum börnum árið 2012 og stofnaði í framhaldi af því samtökin Ljónshjarta en hún var þar formaður fyrstu 6 árin. Ína Lóa er með 10 ára reynslu að baki sem grunnskólakennari á yngsta og miðstigi. Hún hefur lært hugræna atferlismeðferð, er markþjálfi og tekið ýmis námskeið er varðar áföll og sorg barna.
Um þessar mundir flytur Ína Lóa erindi út í skólasamfélagið (grunnskóla og leikskóla) um sorg og sorgarviðbrögð barna. Einnig heldur hún utanum námskeið barna/unglinga í sorg hjá Sorgarmiðstöð.

Skráning á erindið er nauðsynleg og fer hún fram hér

 

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira