18/01/2023
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Að syrgja ástvin sem notaði vímuefni

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir flytur fræðsluerindið „Að syrgja ástvin sem notaði vímuefni“. Fjallað verður um þróun vímuefnavanda, þá krafta sem þurfa að liggja til grundvallar hegðunarbreytingum, sjúkdómshugtakið og sorgarferlið og þær tilfinningar sem mögulega bærast innra með fólki sem missir ástvin vegna afleiðinga vímuefnanotkunar.

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er með sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma ásamt því að vera með meistara- og doktorsgráðu í geðhjúkrun frá Washington University. Hún hefur starfað sem hjúkrunardeildarstjóri fíknigeðdeildar geðsviðs og deildarstjóri göngudeildar geðþjónustu Landspítala og starfar nú í Heilbrigðisráðuneytinu ásamt því að vera faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar í sjálfboðavinnu. Hún er eftirsóttur fyrirlesari og hefur meðal annars haldið erindi um hjúkrun einstaklinga með fíknivanda, skaðaminnkun o.fl.

Stefán Þór Gunnarsson verður með innleggið „Missir og hvað svo“ en Stefán Þór stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvin í kjölfar fíknar ásamst því er hann virkur í öðrum sjálfboðaliða samtökum sem hafa þann tilgang að hjálpa fólki vegna fíknar. Sjálfur hefur hann reynslu af barnsmissi en hann missti son sinn árið 2018.

Helena Rós Sigmarsdóttir ætlar að kynna nýjan bækling Sorgarmiðstöðvar sem ber nafnið Missir vegna lyfja- eða vímuefnanotkunar og önnur úrræði.  Helena Rós stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvin í kjölfar fíknar. Helena missti sjálf dóttur árið 2014. Hún hefur barist fyrir opinni umræðu um fíknisjúkdóminn og bættum stuðningi við ungmenni sem ánetjast fíkniefnum ásamt því að beita sér fyrir bættum réttindum foreldra sem misst hafa barn.

Nauðsynlegt er að skrá sig á erindið til að tryggja pláss.

Skráning hér.

Erindið er gjaldfrjálst en þau sem vilja styrkja okkur geta gert það hér

Erindið hefst kl. 19:30

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira