16/05/2022
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Börn og unglingar í sorg – RAFRÆNT

Að missa náinn ástvin er án efa eitthvert mesta áfall sem börn og unglingar geta orðið fyrir. Slíkt áfall getur fylgt börnum/unglingum ævina á enda og því nauðsynlegt að hjálpa þeim að vinna vel úr missinum svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir.

 Sorgarmiðstöð býður uppá rafrænt erindi um börn og unglinga í sorg fyrir foreldra, forráðamenn og aðra áhugasama mánudaginn þann 16 maí kl. 20:00 

Þau sem standa að erindinu eru:
Séra Vigfús Bjarni Albertsson en hann er guðfræðingur að mennt með framhaldsmenntun í sálgæslu. Hann hefur starfaði sem sjúkrahúsprestur í mörg ár og kennt sálgæslu á meistarastigi við endurmenntun H.Í. Vigfús Bjarni hefur flutt fjölda fyrirlestra um sorg og áföll en einnig hefur hann stutt við bakið á mörgum fjölskyldum í sorginni, bæði börnum og fullorðnum. Í dag er Vigfús Bjarni forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Ína Lóa Sigurðardóttir starfar fyrir Sorgarmiðstöð og er einn af stofnendum hennar. Hún missti manninn sinn frá tveimur ungum börnum árið 2012 og stofnaði í framhaldi af því samtökin Ljónshjarta en hún var þar formaður fyrstu 6 árin. Um þessar mundir flytur Ína Lóa erindi út í skólasamfélagið (grunnskóla og leikskóla) um sorg og sorgarviðbrögð barna. 

Vigfús Bjarni og Ína Lóa munu svara spurningum eftir erindið og má endilega senda spurningar fyrirfram á netfangið ina@sorgarmidstod.is eða bera þær upp strax eftir erindið.


Skráning á erindið er nauðsynleg og fer hún fram hér

Slóð á erindið er hér

Við vonum innilega að þetta erindi nýtist ykkur til að hlúa betur að börnum og unglingum í sorgarferlinu. 

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira