03/10/2020
Glerárkirkja Akureyri

Erindi fyrir börn og ungmenni sem hafa misst ástvin – eldri hópur (10 ára og eldri)

Erindinu verður streymt í Glerárkirkju Akureyri í samstarfi við Samhygð – Mikilvægt er að skrá börnin/ungmennin á erindið.

Skráning hér

Sigríður Kristín Helgadóttir guðfræðingur með menntun í fjölskyldufræðum kemur og spjallar við börn og unglinga um sorg og sorgarviðbrögð. Hún hefur mikla reynslu af því að ræða þessi mál sem okkur foreldrum reynist oft erfitt. Nálgun hennar er opin, hlý og þægileg. Sigríður teiknar gjarnan upp það sem hún er að ræða og heldur þannig athygli allra vel. Nálgun hennar er ekki trúarleg svo þetta á að henta öllum börnum. Eftir umfjöllun Sigríðar ætlar Arnar Sveinn Geirsson knattspyrnumaður að segja frá reynslu sinni en hann missti móður sína aðeins 11 ára gamall og vann ekki úr sorginni fyrr en löngu seinna.

Erindið hefst kl 13:00

Við vonum svo innilega að þið nýtið ykkur þetta mikilvæga erindi. Það skiptir svo miklu máli að við hugum vel að börnum og ungmennum okkar sem eiga þessa erfiðu lífsreynslu að baki.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira