18/03/2021
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Að missa ástvin eftir veikindi – Hvernig tekst ég á við tilfinningar mínar ?

Það er erfið lífsreynsla að missa ástvin. Þegar ástvinur deyr í kjölfar veikinda er ýmislegt í undanfaranum sem getur haft áhrif á hugsanir og líðan í úrvinnslu sorgarinnar. Það getur verið hjálplegt að gera sér grein fyrir hvaða þættir það eru sem hafa áhrif og hvað er eðlilegt að upplifa í veikindunum og eftir missinn. Í erindinu verður fjallað um þessa helstu þætti og bjargráð sem geta nýst okkur í sorgarúrvinnslunni.

Lóa Björk Ólafsdóttir flytur erindið en hún er hjúkrunarfræðingur og hefur sérhæft sig á sviði líknarmeðferðar. Lóa vann í mörg ár hjá Heru, sem er sérhæfð líknarþjónusta í heimahúsum, og hefur því langa reynslu af því að vinna með fjöskyldum sem takast á við erfið veikindi. Einnig hefur hún frá árinu 2015 unnið sem ráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu krabbameinsfélagsins. Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöð mun einnig koma og deila sinni reynslu af makamissi eftir veikindi.

Nauðsynlegt er að skrá sig á erindið til að tryggja pláss.
Skráning hér

Allir velkomnir

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira