05/10/2021
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Þegar gleðin breytist í sorg – fósturmissir

Sérhverri þungun fylgja vonir og draumar þar sem við sjáum fyrir okkur nýtt líf og horfum fram á veginn. Við leyfum okkur að hlakka til. Langoftast vakna þessar vonir og þessir draumar á þeirri stundu sem þungunin er orðin að veruleika. Að missa fóstur snemma á meðgöngu (0-12 vikur) getur verið mikil sorg og sú sorg er gjarnan ekki viðurkennd.
Upplifun einstaklinga af missi á meðgöngu er mjög mismunandi og einstaklingsbundin. Meðgöngulengdin hefur ekki úrslitaáhrif á sorgarupplifun okkar.

Soffía Bæringsdóttir ætlar að flytja okkur erindi um sorgina sem fylgir því að missa fóstur. Soffía er starfandi fjölskyldufræðingur og doula. Katla Hreiðarsdóttir mun einnig koma til okkar og deila sinni reynslu af fósturmissi.

Það er nauðsynlegt er að skrá sig á erindið til að tryggja pláss.

Skráning hér

Erindið hefst kl. 20:15

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira