21/04/2020
Lífsgæðasetur st. Jó

Hópastarf: Fráfall fyrrverandi maka og barn þitt í sorg – FRESTAÐ

Í LJÓSI AÐSTÆÐNA HEFUR VERIÐ TEKIN ÁKVÖRÐUN UM AÐ FRESTA ÞESSU HÓPASTARFI

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshóp fyrir barnsfeður/mæður barna sem misst hafa foreldri. Í hverjum hópi eru um tíu manns sem hittast vikulega og eru tveir fagaðilar sem halda utan um hvern hóp.

Það getur verið flókin staða að syrgja fyrrverandi maka og/eða eiga barn sem syrgir foreldri þegar sambandslit hafa orðið. Barnsfeður/mæður eiga ekki eins greiðan aðgang að aðstoð fyrir sig eða börn sín í sorginni og stundum eru lítil sem engin tengsl við tengdafjölskylduna. 

ATH : ekki verður farið af stað með hópastarf nema lágmarks þátttöku verði náð. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér

Hópastarfið er frá kl 20-21:30

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira