26/10/2020

Lífsgæðasetur st. Jó

Hópastarf: Barnsmissir á meðgöngu og í/eftir fæðingu – FRESTAÐ

Í LJÓSI AÐSTÆÐNA ÞURFUM VIÐ ÞVÍ MIÐUR AÐ FRESTA ÞESSU HÓPASTARFI

Sérhverri þungun fylgja vonir og draumar. Við sjáum fyrir okkur nýtt líf og horfum fram á veginn. Við undirbúum okkur fyrir foreldrahlutverkið og leyfum okkur að hlakka til. Langoftast vakna þessar vonir og þessir draumar á þeirri stundu sem þungunin er orðin að veruleika. Þegar barn deyr í móðurkviði deyja um leið allir draumarnir, vonirnar og væntingarnar og eftir sitja foreldrar með sorg og söknuð.

Sorgarmiðstöð og Gleym mér ei bjóða upp á stuðningshóp fyrir foreldra og einstaklinga sem hafa orðið fyrir barnsmissi á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Í hverjum hópi eru um tíu manns sem hittast vikulega og eru tveir fagaðilar sem halda utan um hvern hóp.

Hópastarfið er í 6 vikur og hefst 26. október. Hægt er að skrá sig hér

Nauðsynlegt er að skrá sig í hópastarf til að tryggja þátttöku. Það kostar ekkert að koma í hópastarf.

Hópastarfið er frá kl. 20:15 – 21:45

COMING SOON

wkrótce

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira