04/01/2021
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Barnsmissir á meðgöngu og í/eftir fæðingu – lokaður stuðningshópur

Sérhverri þungun fylgja vonir og draumar. Við sjáum fyrir okkur nýtt líf og horfum fram á veginn. Við undirbúum okkur fyrir foreldrahlutverkið og leyfum okkur að hlakka til. Langoftast vakna þessar vonir og þessir draumar á þeirri stundu sem þungunin er orðin að veruleika. Þegar barn deyr í móðurkviði deyja um leið allir draumarnir, vonirnar og væntingarnar og eftir sitja foreldrar með sorg og söknuð.

Sorgarmiðstöð og Gleym mér ei bjóða upp á stuðningshóp fyrir foreldra og einstaklinga sem hafa orðið fyrir barnsmissi á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Í hverjum hópi eru um tíu manns sem hittast vikulega og eru tveir fagaðilar sem halda utan um hvern hóp.

Hópastarfið er í 6 vikur og hefst 4. janúar. Hægt er að skrá sig hér
Ef hópastarfið er fullt eða farið af stað er samt gott að skrá sig því um leið og ákveðnum fjölda er náð förum við af stað með nýjan hóp.

Nauðsynlegt er að skrá sig í hópastarf til að tryggja þátttöku. Það kostar ekkert að koma í hópastarf.

Hópastarfið er frá kl. 20:15 – 21:45

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira