06/01/2021
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur St. Jó

Afi, amma og sorgin – lokaður stuðningshópur

Að missa náinn fjölskyldumeðlim er án efa einn erfiðasti atburður í lífi okkar. Foreldrar, börn og ömmur og afar sitja eftir með brostið hjarta og spurningar sem enginn getur svarað. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin. 

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshópastarf fyrir ömmur og afa sem misst hafa barnabarn eða ömmur og afa sem eru að styðja barnabarn/börn sem misst hefur/hafa foreldri eða systkini.

Hópastarfið er í 4 skipti og hefst 6. janúar. Hægt er að skrá sig hér
Ef hópastarfið er fullt eða farið af stað er samt gott að skrá sig því um leið og ákveðnum fjölda er náð förum við af stað með nýjan hóp.

Það kostar ekkert að koma í hópastarf en það er nauðsynlegt að skrá sig til að tryggja þátttöku.

Hópastarfið er frá kl. 14:00 – 15:30

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira