24/03/2020
Lífsgæðasetur st. Jó

Hópastarf: fyrir ömmur og afa – FRESTAÐ

Í LJÓSI AÐSTÆÐNA HEFUR VERIÐ TEKIN ÁKVÖRÐUN UM AÐ FRESTA ÞESSU HÓPASTARFI FRAM Á HAUSTIÐ.

Að missa náinn fjölskyldumeðlim er án efa einn erfiðasti atburður í lífi okkar. Foreldrar, börn og ömmur og afar sitja eftir með brostið hjarta og spurningar sem enginn getur svarað. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin. 

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshópastarf fyrir ömmur og afa sem misst hafa barnabarn eða styðja barnabarn sem misst hefur foreldri.

Hópastarfið er í 4 skipti og hefst 24. mars

Nauðsynlegt er að skrá sig í hópastarfið til að tryggja þátttöku. Hægt er að skrá sig hér

Hópastarfið er frá kl. 20:00 – 21:30

ATH: Það kostar ekkert að koma í hópastarf 

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira