Því miður er orðið fullt í þennan stuðningshóp en við hvetjum alla til að skrá sig samt sem áður því um leið og ákveðnum fjölda er náð reynum við að fara af stað með nýjan hóp.
Sorgarmiðstöð býður nú upp á hópastarf þar sem fólki gefst kostur á að takast á við gamla eða óuppgerða sorg. Alltof margir hafa ekki náð að vinna úr sorg sinni og gæti því hópastarf sem þetta nýst vel.
Í hverjum hópi eru um tíu manns sem hittast vikulega og eru tveir fagaðilar sem halda utan um hvern hóp. Hópastarfið er í 4 vikur og hefst 13. janúar.
Það kostar ekkert að koma í hópastarf en það er nauðsynlegt að skrá sig til að tryggja þátttöku.
Hópastarfið er frá kl. 20:00 – 21:30