02/11/2019
Lífsgæðasetur st. Jó

Námskeið fyrir börn og ungmenni sem misst hafa ástvin.

ATH breytt dagsetning. Námskeiðið hefst 2. nóvember

Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur halda utan um þetta námskeið. Þær hafa mikla reynslu af vinnu með börnum í sorg og sinna einnig hópastarfi barna í Ljósinu. Það kostar ekkert á þetta námskeið.

Skráning fer fram hér

Hópunum er aldursskipt og er lögð áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans.

Á námsskeiðinu fá allir tækifæri til að skapa, upplifa, og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi.

2. nóvember  – TRAUST (foreldrar velkomnir með í byrjun)

Efnisþættir: Sjálfstraust, hugrekki, að treysta öðrum, að treysta aðstæðum.

9. nóvember – TENGSL

Efnisþættir: Félagslegur og tilfinningalegur lærdómur, samskipti, samvinna, tjáning og samkennd.

16. nóvember – SJÁLFSÞEKKING

Efnisþættir: Aukin meðvitund varðandi færni, líðan og samskipti, yfirfærsla á daglegt líf, jákvæð reynsla.

LOKASTUND (tímasetning ekki komin)

Hópurinn hittist kvöldstund í lokin ásamt fjölskyldum og á ánægjulega stund saman.

Námskeiðið er frá kl 13-16

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira