04/10/2021
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Opið hús og Yoga Nidra djúpslökun

Þegar við upplifum áfall eins og ástvinamissi er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu.
Sorgarmiðstöð býður upp á opið hús og djúpslökun. Þar gefst syrgjendum tækifæri til að mæta í Yoga Nidra djúsplökun og eiga svo gott samtal á eftir við aðra sem deila reynslu af ástvinamissi. Ákveðið umræðuefni er tekið fyrir hverju sinni. Aðili frá Sorgarmiðstöð er á staðnum heldur utan um spjallið.
Frjálst er að mæta bæði í djúpslökun og spjall eða annað hvort.
Þeir sem ætla að mæta í Yoga Nidra djúpslökun verða að skrá sig þar sem það er takmarkaður fjöldi.

ÞAÐ ER ORÐIÐ FULLT Í YOGA NIDRA

Nánari lýsing:
Yoga Nidra mæting kl. 20:15 í Lungað sal Sorgarmiðstöðvar. Sigrún Yoga Nidra kennari mun taka á móti ykkur og leiða hópinn inn í notalega djúpslökun. Gengið er inn í salinn hljóðlega og eiga allir að koma sér vel fyrir á dýnu. Þið þurfið að koma með hlýtt teppi, undirlag á dýnuna og kodda undir höfuð og jafnvel fætur. Augnhvílu er líka gott að koma með eða eitthvað annað sem hægt er að leggja yfir augun (dýpkar slökunina). Einnig er gott að mæta í hlýjum og þægilegum fatnaði.

Samtal um ástvinamissi hefst svo kl. 21:00 í minni sal Sorgarmiðstöðvar Hjartanu, á sömu hæð.

Það kostar ekkert á þennan viðburð og tökum við vel á móti ykkur

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira