Sorgarmiðstöð endurnýtir

Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð heimsókn frá Oddfellow konum í Rebekkustúku nr. 7, Þorgerði. Þær mættu færandi hendi og styrktu Sorgarmiðstöð um notaðan tækjabúnað í nýja rýmið upp á 4. hæð. Við í Sorgarmiðstöð teljum mikilvægt að nýta það sem hægt er að nota aftur og gefa þannig hlutum nýtt líf. Það er eitthvað sem […]

SÍMASÖFNUN

Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir. Nú erum við að safna fé fyrir stuðningshópastörfunum en það hefur orðið gífurleg aukning í þjónustuna undanfarið ár. Sorgarmiðstöð hefur þurft að auka við mannskapinn í hópstjóravinnunni um helming og fjöldi þeirra sem sótti stuðningshópastarfið í ár voru um 280 manns en það er aukning um […]

Frumvarp um sorgarleyfi orðið að lögum

Þann 15. júní sl. var frumvarp um sorgarleyfi samþykkt einróma og er orðið að lögum. Lögin tryggja foreldrum sem missa barn sitt leyfi frá störfum. Einnig fá foreldrar greiðslur til að koma til móts við tekjutap.  Sorgarmiðstöð fagnar þessu mikilvæga skrefi en jafnframt teljum við þetta einungis fyrsta fasann. Það þarf að styðja enn frekar […]

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí sl. Þau sem gáfu kosta á sér áfram til stjórnarsetu voru Karólína Helga Símonardóttir formaður og K. Hulda Guðmundsdóttir gjaldkeri og sitja þær áfram í stjórn. Nýjir aðilar inn í stjórn eru Birna Dröfn Jónasdóttir, Gísli Álfgeirsson, Halla Rós Eiríksdóttir, Sigurjón Þórsson og Þórunn Pálsdóttir. […]