Heiðursbollinn 2022 – ert þú með ábendingu?

Árlega veitir Sorgarmiðstöðs vel völdum aðila Heiðursbollann fyrir framlag í þágu syrgjenda. Í febrúar 2023 verður Heiðursbollinn fyrir árið 2022 afhentur. Ert þú með ábendingu um aðila sem hefur stutt þétt við bakið á syrgjendum? Endilega láttu okkur vita. Öllum er frjálst að senda inn tillögu. Hægt er að skila inn tillögum hér. 

Sorg og Missir – hlaðvarp Sorgarmiðstöðvar

Í samstarfi við mbl.is hefur Sorgarmiðstöð gefið út hlaðvarpið Sorg og Missi. Fyrsti þátturinn kallast „Jólin og sorgin“ og er þar rætt við Ínu Lóu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar. Fer Ína Lóa í gegnum hvað Sorgarmiðstöð gerir fyrir syrgjendur og hvaða ráð er gott að hafa í huga um jólin. Hægt er að hlusta á þáttinn hér.

Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar

Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 19. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar fyrstu vikuna í janúar.

Símasöfnun

Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir. Nú erum við að bjóða fólki að gerast vinur í raun og styðja Sorgarmiðstöð með mánaðarlegum greiðslum en það hefur orðið gífurleg aukning í þjónustuna undanfarið ár og þá sérstaklega stuðningshópastarfið. Tekið skal fram að Sorgarmiðstöð byggir tilveru sína einungis á styrkjum og því er þinn […]