Oddfellowstúka nr. 27, Sæmundur fróði, gefur Sorgarmiðstöð gjöf

Bræður í Oddfellowstúkunni nr. 27, Sæmundur fróði, komu færandi hendi með styrk til Sorgarmiðstöðvar að upphæð 250.000 kr. Guðrún Þóra Arnardóttir starfsmaður Sorgarmiðstöðvar tók við styrknum fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar. Takk kærlega fyrir stuðninginn kæru bræður!

Annar þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar kominn í loftið

Annar þáttur hlaðvarpsins „Sorg og Missir“ sem Sorgarmiðstöð gefur út í samstarfi við mbl.is er kominn í loftið. Annar þátturinn kallast „Að elska eftir makamissi“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Evu Dís Þórðardóttur og Gísla Álfgeirsson um makamissi, ást eftir missi, skömm, flóknar tilfinningar og von. Hægt er að hlusta […]

Gulli Reynis færir Sorgarmiðstöð gjöf

Gulli Reynis færði Sorgarmiðstöð að gjöf allan ágóðann af tónleikunum „Lögin hans Halla“ sem haldnir voru fyrir fullu húsi í Bæjarbíói 18.nóvember sl. Á tónleikunum fór Gulli ásamt hljómsveit yfir tónleikaferil tvíburabróður síns en tónlistarmaðurinn og kennarinn Halli Reynis lést í september 2019. Takk kærlega fyrir stuðninginn.