Þriðji og fjórði þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar komnir í loftið

Þriðji þáttur hlaðvarpsins kallast „Sorgarúrvinnsla er forvörn“ og ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur fagstjóra Sorgarmiðstöðvar um bjargráðin, barnsmissi og sjálfsvíg. Fjórði þáttur hlaðvarpsins kallast „Æðri öfl leiddu Oddný áfram í sorginni“. Þar ræðir Karólína Helga við Oddnýju Þ. Garðarsdóttur um barnsmissi, von og bókarskrif. Hægt er að hlusta á […]
Sorgarmiðstöð á norðurlandi

Þann 16.-17. febrúar fóru þær Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fagstjóri og Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri norður á Akureyri.Tilgangur ferðarinnar var að undirbúa það að efla þjónustu við fólk á norðurlandi sem syrgir ástvin. Í ferðinni voru væntanlegir hópstjórar þjálfaðir eftir verklagi Sorgarmiðstöðvar, erindið ,,Þegar ástvinur deyr“ var flutt en það er reglulega á dagskrá hjá Sorgarmiðstöð […]