Jólin og sorgin í streymi
Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ verður Sorgarmiðstöð með streymi um jólin og sorgina. Þetta framtak Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er liður í heilsueflingu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar. Það talar í takt við þá heilsustefnu sem sveitarfélagið mótaði 2016.Eitt af þremur yfirmarkmiðum heilsustefnunnar er að finna leiðir og lausnir til að efla vellíðan íbúa. Erindið verður flutt á facebooksíðu […]
Oddfellowstúka Ari Fróði styrkir Sorgarmiðstöð
Í síðustu viku afhenti Jón Pétursson, ritari Oddfellowstúkunnar Ara fróða, Sorgarmiðstöðinni styrk úr líknarsjóði stúkunnar að upphæð 350.000 kr. Við þökkum fyrir veittan stuðning og hlýhug í okkar garð en styrkurinn mun efla starfsemi okkar og stuðning við syrgjendur ennfrekar. Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar tók Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri á móti styrknum.
Sorgarmiðstöð var afhentur styrkur
Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir afhenti Sorgarmiðstöð styrk í nafni Kristínar Gunnarsdóttur, fyrrum kennara, sem féll frá um síðustu jól. Bekkjarfélagar Kristínar frá grunnskólanum á Blönduósi stóðu fyrir söfnuninni. Takk innilega fyrir okkur árgangur 1963! Þau Hólmfríður Anna og Hrannar Már í stjórn Sorgarmiðstöðvar tóku við styrknum.
Sorgartréð tendrað í Hellisgerði
Tendrað verður á Sorgartrénu í Hellisgerði þann 26. nóvember. Hist verður í Lífsgæðasetrinu St. Jó, Hafnarfirði, kl. 17, þar sem stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar fer með nokkur orð um jólin og sorgina. Síðan verður gengið saman í Hellisgerði þar sem Kvennakór Kópavogs tekur nokkur lög áður en kveikt verður á Sorgartrénu. Hugmyndin með Sorgartrénu er að öll […]
Oddfellow stúkan Rebekka NR 8, Rannveig, færir Sorgarmiðstöð styrk
Við fallega athöfn veitti Oddfellow stúkan Rebekka NR 8, Rannveig Sorgarmiðstöð styrkur inn í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma sem missa ástvin skyndilega og veita þeim stuðning og viðeigandi hjálp strax í upphafi. Sorgarmiðstöð vill þakka öllu því góðhjartaða fólki sem starfar innan stúkunnar innilega fyrir þennan veglega styrk. […]
Forseti Íslands heimsótti Sorgarmiðstöð
Guðni Th Jóhannesson Forseti Íslands heimsótti Sorgarmiðstöð á Degi Barna í Sorg. Við ræddum við Guðna um mikilvægi sorgarúrvinnslu og faglegrar þjónustu fyrir syrgjendur, þ.á.m. fyrir börn. Einnig ræddum við um aukinn skilning samfélagsins á mikilvægi þess að grípa fólk eftir ástvinamissi, og svo hvað megi gera betur. Þetta var einstaklega ánægjuleg samvera þar sem […]