Barnsmissir

Að missa barn sitt er án efa einn sárasti harmur sem hægt er að upplifa. Foreldrar sitja eftir með brostið hjarta og spurningar sem enginn getur svarað. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin. 

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshóp fyrir hjón og einstaklinga sem hafa orðið fyrir barnsmissi. Stuðningshópastarfið er í sex skipti og ávallt á sama tíma á sama degi. Hægt er að skrá sig í stuðningshóp hvenær sem er og er farið af stað með hóp þegar hann er orðinn fullskipaður.

Vegna aukinnar aðsóknar óskar Sorgarmiðstöð eftir því að þau sem skrá sig í stuðningshópastarf greiði staðfestingargjald að upphæð 3.000 kr. Staðfestingargjaldið er endurgoldið í formi bóka í lok hópastarfs. Staðfestingargjald á að greiða eftir að hópstjórar hafa staðfest skráningu viðkomandi með samtali.
Að öðru leyti er stuðningshópastarf hjá Sorgarmiðstöð gjaldfrjálst en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja þátttöku.

ATH: Ef þú hefur misst barn vegna fíknar eða í sjálfsvígi gæti hentað betur að skrá sig í hópastarf fyrir þann missi þar sem þar er að auki sértæk úrvinnsla í kringum sorgina. Það er alltaf velkomið að heyra í okkur og fá ráð hvaða hópastarf hentar hverjum og einum.

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira