Sorgarmiðstöð er lokuð dagana 8. Júlí – 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna. Allar pantanir sem berast á þeim tíma eru afgreiddar eftir 6. ágúst.

Ef erindið er brýnt er hægt að hringja í neyðarsíma Sorgarmiðstöðvar 862-4141.

Barnsmissir á meðgöngu

Sérhverri þungun fylgja vonir og draumar. Við sjáum fyrir okkur nýtt líf og horfum fram á veginn. Við undirbúum okkur fyrir foreldrahlutverkið og leyfum okkur að hlakka til. Langoftast vakna þessar vonir og þessir draumar á þeirri stundu sem þungunin er orðin að veruleika. Þegar barn deyr í móðurkviði hverfa um leið allir draumarnir, vonirnar og væntingarnar, og eftir sitja foreldrar með sorg og söknuð. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin. 

Missir á meðgöngu: 12 vikur til 22 vikur

Boðið er upp á stuðningshópastarf fyrir foreldra og einstaklinga sem misst hafa á meðgöngu, en aðeins er farið af stað með hópinn ef hann er fullskipaður.

skráning hér

Æskilegt er að um sex mánuðir séu frá missi þegar stuðningshópurinn fer af stað. Stuðningshópastarfið er iðulega í sex skipti. Vegna aukinnar aðsóknar óskar Sorgarmiðstöð eftir því að þau sem skrá sig í stuðningshópastarf greiði staðfestingargjald til að tryggja þátttöku. Staðfestingargjald á að greiða eftir að hópstjórar hafa staðfest skráningu viðkomandi með samtali. Ef báðir foreldrar ætla að mæta verða þeir báðir að skrá sig. 

Missir á meðgöngu: 12 vikur eða styttra

Hægt er að nálgast fræðsluerindi um missi undir 12 vikum á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Einnig er hægt að óska eftir jafningjastuðning Sorgarmiðstöðvar eða panta ráðgjafasamtal á vegum Gleym mér ei.

Missir á meðgöngu: 22 vikur eða lengra

Landspítali Háskólasjúkrahús býður foreldrum/einstaklingum, sem misst hafa barn eftir 22 vikna meðgöngu, í stuðningshópastarf. Tveir hópar eru skipulagðir, einn að vori og annar að hausti. Athugið að gott er að láta sex mánuði líða frá missinum áður en þú kemur í hópastarf. Nánari upplýsingar og skráning á bjarneyh@landspitali.is og/eða dagbjoei@landspitali.is

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira