Að missa foreldri er án efa eitthvert mesta áfall sem barn eða ung manneskja getur orðið fyrir. Oft fylgir slík reynsla fólki ævina á enda. Það er því nauðsynlegt að vinna vel úr foreldramissi svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og að hitta aðra sem deila reynslu er oft mikil hjálp.

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshóp fyrir ungt fólk sem misst hefur foreldri.

Næsta hópastarf hefst 2. september og er í 6 vikur.  Það kostar ekkert að koma í hópastarf.

Nauðsynlegt er að skrá sig í hópastarf til að tryggja þátttöku.

Hægt er að skrá sig í hópastarf hvenær sem er.