Að missa náinn ástvin er án efa eitthvert mesta áfall sem börn og unglingar geta orðið fyrir. Slíkt áfall getur fylgt börnum/unglingum ævina á enda og því nauðsynlegt að hjálpa þeim að vinna vel úr missinum svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir. Fagleg aðstoð, fjölskyldan og að hitta aðra krakka/unglinga sem deila reynslu er oft mikil hjálp.
Sorgarmiðstöð býður upp á námskeið/stuðningshópastarf fyrir börn og unglinga 6 – 15 ára sem hafa misst náinn ástvin. Það er hægt að skrá sig hvenær sem er og er farið af stað með námskeið/hóp þegar hann er orðinn fullskipaður.
Vegna aukinnar aðsóknar óskar Sorgarmiðstöð eftir því að þau sem skrá börn sín á námskeið greiði staðfestingargjald að upphæð 3.000 kr. Staðfestingargjaldið er endurgoldið í formi bóka. Staðfestingargjald á að greiða eftir að námskeiðshaldari hefur haft samband og staðfest skráningu viðkomandi með samtali.
Að öðru leyti er stuðningshópastarf hjá Sorgarmiðstöð gjaldfrjálst en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja þátttöku.