07/09/2022
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Barnsmissir – lokað hópastarf

Hópastarf fyrir þau sem hafa misst barn hefst í september. Haft verður samband við alla sem hafa skráð sig þegar þeirra hópur er að fara af stað.

Ef hópastarfið er fullt eða farið af stað er samt gott að skrá sig því um leið og ákveðnum fjölda er náð reynum við að fara af stað með nýjan stuðningshóp.

Hægt er að skrá sig hér en það er nauðsynlegt að skrá sig til að tryggja þátttöku.

Vegna aukinnar aðsóknar óskar Sorgarmiðstöð eftir því að þau sem skrá sig í stuðningshópastarf greiði staðfestingargjald að upphæð 3.000 kr. Staðfestingargjaldið er endurgoldið í formi bóka í lok hópastarfs. Staðfestingargjald á að greiða eftir að hópstjórar hafa staðfest skráningu viðkomandi með samtali.

ATH: Ef þú hefur misst barn vegna fíknar eða í sjálfsvígi gæti hentað betur að skrá sig í hópastarf fyrir þann missi þar sem þar er að auki sértæk úrvinnsla í kringum sorgina. Það er alltaf velkomið að heyra í okkur og fá ráð hvaða hópastarf hentar hverjum og einum.


Hópastarfið hefst kl. 18:00

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira