20/04/2024
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Námskeið fyrir börn og unglinga sem misst hafa ástvin

Námskeið fyrir börn og unglinga sem misst hafa ástvin hefst 20. apríl. 

Það er nauðsynlegt er að skrá sig  á námskeiðið til að tryggja þátttöku. Skráning hér

Námskeiðið er tvær helgar dagana: 
20. og 21. apríl
4. og 5. maí.

Aldur: 6-15 ára 

Tímasetning: 11:00-14:00. Boðið er uppá hádegishressingu.

Fyrsta dag námskeiðs (20. apríl) er óskað eftir að foreldrar/forráðamenn séu með í byrjun frá 11:00-12:00. Kl. 12:00 er foreldrum/forráðamönnum boðið á fræðsluna ,,Að styðja barn/ungling í sorg“

Foreldrum er frjálst að vera áfram í húsi eftir fræðsluna.

Námskeiðið er í boði Sorgarmiðstöðvar en greiða þarf staðfestingagjald til að tryggja þátttöku. Staðfestingargjald á að greiða eftir að hópstjórar hafa staðfest skráningu viðkomandi barns með samtali við foreldri/forráðamann.

Að missa náinn ástvin er án efa eitthvert mesta áfall sem barn eða ungmenni getur orðið fyrir. Oft fylgir slík reynsla þeim ævina á enda. Það er því nauðsynlegt að vinna vel úr missinum svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og að hitta aðra krakka eða unglinga með sömu reynslu er oft mikil hjálp.

Nánari upplýsingar og kynning á hópstjórum verður haldin á TEAMS þann 10, apríl kl 20:00

ATH: Ekki verður farið af stað með námskeið nema lágmarks þátttöku sé náð.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira