Heiðursbollinn 2023

Þriðja árið í röð veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Viðurkenningin er í formi heiðursbolla og í ár veitti Sorgarmiðstöð Heiðursbollann 2023 til þeirra Jónu Dóru Karlsdóttur og Olgu Snorradóttur. Bollinn er unnin af Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramikhönnuði og var það landlæknir Alma Möller sem afhenti Heiðrsbollann en landlæknisembættið er […]

Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“

Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri og Gunnar Smári Jóhannesson leikari og höfundur. Frá Sorgarmiðstöð voru Birna Dröfn Jónasdóttir og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir en þær deila þeirri erfiðu reynslu að hafa misst foreldri.Áhorfendur tóku einnig þátt í […]

Tilnefnd sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði

Sorgarmiðstöð fékk tilnefningu sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Við erum einstaklega stolt að vera tilnefnd með svona flottum fyrirtækjum en útnefningin fór fram við hátiðlega athöfn í Hafnarborg. Fyrirtækin sem fengu tilnefningu eru Te&Kaffi, Betri Stofan, H-Berg, Sorgarmiðstöð og Litla hönnunarbúðin. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju og sérstaklega fyrirtækinu Te&Kaffi sem varð fyrir […]