Anna Dagmar Arnarsdóttir

Anna Dagmar er  viðskiptafræðingur frá HÍ  og með MBA með áherslu á mannauðsstjórnun frá HR og hefur einnig lokið MA diplómanámi í Jákvæðri sálfræði og Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ. Anna Dagmar missti eiginmann sinn skyndilega sumarið 2019. Anna Dagmar hefur setið í stjórn Ljónshjarta síðan 2022.

Hólmfríður Anna Baldursdóttir

Anna hefur starfað hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi og víða erlendis um árabil. Hún starfar nú sem verkefnastjóri í kynningarmálum hjá höfuðstöðvum UNICEF í New York.  Anna missti barn eftir 34 vikna meðgöngu. Hún úskrifaðist úr sálgæslunámi Endurmenntunar Háskóla Íslands árið 2022. Anna er í stjórn Gleym mér ei.

Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson

Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson er verkfræðingur að mennt og starfar sem slíkur. Hann missti unga dóttur árið 2002 og hefur starfað til margra ára fyrir Nýja Dögun, Örnin og önnur samtök til stuðnings syrgjendum og aðstandendum þeirra. Hrannar kom einnig að vinnu við frumvarp um sorgarorlof fyrir foreldra sem misst hafa barn. 

Berglind Arnardóttir

Berglind Arnardóttir er menntaður viskiptafræðingur. Hún hefur starfað í áratug við markaðsmál fyrirtækja og sinnt ýmsum sjálfboðastörfum í íþróttahreyfingunni. Berglind missti ungan son sinn af slysförum árið 2021.

Guðfinna Hallgrímsdóttir

Guðfinna er hjúkrunarfræðingur að mennt og er með diplóma í sálgæslu. Hún starfar sem verkefnastjóri við Háskólann áAkureyri ásamt því að vera meðhjálpari í Akureyrarkirkju. Guðfinna missti elstu dóttur sína úr sjálfsvígi árið 2014. Hún starfar í stjórn Samhygðar, samtökum um sorgog sorgarviðbrögð á Norðurlandi eystra sem eraðildarfélag að Sorgarmiðstöð. 

Hulda Guðmundsdóttir

Hulda er með M.A í guðfræði og djáknakandídat frá Háskóla Íslands. Hulda varð ekkja með ung börn. Í tæp 20 ár var hún virk í stjórn og starfi Nýrrar dögunar, stuðnings í sorg.  Hulda kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var fyrsti formaðurinn frá árinu 2018-2020.