Sindri Geir Óskarsson

Sindri Geir er menntaður guðfræðingur og sáttamiðlari og starfar sem prestur í Glerárkirkju á Akureyri. Sindri hefur í námi sínu og starfi lagt áherslu á sálgæslu og sorgarvinnu. Sindri er formaður Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri.

Sara Óskarsdóttir

Sara er með B.Sc. í ferðamálafræði með atvinnulífsfræði sem aukagrein. Hún starfar sem viðskiptastjóri hjá Hugsmiðjunni. Sara missti eiginmann sinn skyndilega árið 2011.  Hún sat í varastjórn Ljónshjarta.  

Soffía Bæringsdóttir

Soffía Bæringsdóttir er fjölskyldufræðingur MA og starfar sem slíkur við para og fjölskyldumeðferð. Hún er einnig doula og hefur áralaga reynslu af því að styðja við nýja foreldra. Soffía missti bróður sinni í sjálfsvígi árið 2006. Soffía situr í stjórn Nýrrar dögunar.

Pálína Georgsdóttir

Pálína kom til Íslands frá Mexíkó árið 2009. Hún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og MBA, og starfar sem ferðaráðgjafi. Pálína missti þríbura á 22. viku meðgöngu árið 2012. Palína hefur setið í stjórn Gleym mér ei síðan 2020.

Hulda Guðmundsdóttir

Hulda er með M.A í guðfræði og djáknakandídat frá Háskóla Íslands. Hulda varð ekkja með ung börn. Í tæp 20 ár var hún virk í stjórn og starfi Nýrrar dögunar, stuðnings í sorg.  Hulda kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var fyrsti formaðurinn frá árinu 2018-2020.

Bjarney Harðardóttir

Bjarney er rekstarhagfræðingur og með MBA frá HR. Bjarney missti son sinn í sjálfsvígi árið 2015. Bjarney var fyrstu formaður styrktarfélags Lífs og kom að stofnun félagsins árið 2009.

Karólína Helga Símonardóttir

Karólína Helga er mannfræðingur, M.A., með diplómu í kennslufræðum og Opinberri stjórnsýslu MPA. Hún starfar sem framhaldskólakennari ásamt því að hafa langa reynslu af því að stýra verkefnum innan opinberra geirans og félagasamtaka. Karólína Helga missti sambýlismann sinn skyndilega árið 2017. Hún sat í stjórn Ljónshjarta 2019-2021.  Karólína Helga hefur setið í stjórn Sorgarmiðstöðvar frá […]