Lóa Björk Ólafsdóttir

Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún vann áður í mörg ár við sérhæfða líknarþjónustu í heimahúsum. Lóa hefur lokið kúrsum á diplóma og meistarastigi í endurmenntun Háskóla Íslands, meðal annars í líknarhjúkrun og sálgæslu. Hún er einnig Jóga Nidra leiðbeinandi. Lóa hefur langa reynslu af vinnu með fjölskyldum sem takast á við […]

Anna Dagmar Arnarsdóttir

Anna Dagmar er  viðskiptafræðingur frá HÍ  og með MBA með áherslu á mannauðsstjórnun frá HR og hefur einnig lokið MA diplómanámi í Jákvæðri sálfræði og Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ. Anna Dagmar missti eiginmann sinn skyndilega sumarið 2019. Anna Dagmar hefur setið í stjórn Ljónshjarta síðan 2022.

Hólmfríður Anna Baldursdóttir

Anna hefur starfað hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi og víða erlendis um árabil. Hún starfar nú sem verkefnastjóri í kynningarmálum hjá höfuðstöðvum UNICEF í New York.  Anna missti barn eftir 34 vikna meðgöngu. Hún úskrifaðist úr sálgæslunámi Endurmenntunar Háskóla Íslands árið 2022. Anna er í stjórn Gleym mér ei.

Berglind Arnardóttir

Berglind Arnardóttir er menntaður viskiptafræðingur. Hún hefur starfað í áratug við markaðsmál fyrirtækja og sinnt ýmsum sjálfboðastörfum í íþróttahreyfingunni. Berglind missti ungan son sinn af slysförum árið 2021.

Guðfinna Hallgrímsdóttir

Guðfinna er hjúkrunarfræðingur að mennt og er með diplóma í sálgæslu. Hún starfar sem verkefnastjóri við Háskólann áAkureyri ásamt því að vera meðhjálpari í Akureyrarkirkju. Guðfinna missti elstu dóttur sína úr sjálfsvígi árið 2014.  Guðfinna sat í stjórn Samhygðar, samtök um sorg og sorgarviðbrögð.

Hulda Guðmundsdóttir

Hulda er með M.A í guðfræði og djáknakandídat frá Háskóla Íslands. Hulda varð ekkja með ung börn. Í tæp 20 ár var hún virk í stjórn og starfi Nýrrar dögunar, stuðnings í sorg.  Hulda kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var fyrsti formaðurinn frá árinu 2018-2020.