Halla Rós Eiríksdóttir

Halla Rós Eiríksdóttir hefur stundað nám við bókhalds og skrifstofustörf og lokið ýmsum hagnýtum námskeiðum. Einnig hefur hún gegnt margvíslegum nefndarstörfum í gegnum tíðina.  Halla Rós missti eiginmann sinn árið 2015 eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Halla Rós situr í stjórn Ljónshjarta. 

Gísli Álfgeirsson

Gísli Álfgeirsson er með sveinspróf í pípulögnum og diplómu í umhverfisverkfræði.  Hann missti  eiginkonu sína úr brjóstakrabbameini árið 2019, eftir 7 ára erfiða baráttu. Gísli er með mikla reynslu þegar kemur að störfum fyrir frjáls félagasamtök. Hann sat m.a. í stjórn Krafts frá árunum 2019-2022, situr í stjórn Krabbameinsfélagsins, er stuðningsfulltrúi hjá Krafti og hefur […]

Þórunn Pálsdóttir

Þórunn Pálsdóttir er menntaður hjúkrunarfæðingur og ljósmóðir. Í dag starfar hún sem brjóstaráðgjafi. Þórunn missti fyrsta barnið sitt á miðri meðgöngu árið 2005. Hún stofnaði Gleym mér ei styrktarfélag árið 2013 ásamt öðru góðu fólki og hefur setið í stjórn félagsins frá upphafi.

Birna Dröfn Jónasdóttir

Birna Dröfn Jónasdóttir er félagsfræðingur með Ms. í verkefnastjórnun. Hún starfar sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu. Birna missti föður sinn þegar hún var 12 ára og móður sína þegar hún var 27 ára. Birna hefur barist fyrir réttindum barna sem misst hafa foreldri og tók meðal annars þátt í vinnu við breytingar á lögum um rétt […]

Guðfinna Hallgrímsdóttir

Guðfinna er hjúkrunarfræðingur að mennt og er með diplóma í sálgæslu. Hún starfar sem verkefnastjóri við Háskólann áAkureyri ásamt því að vera meðhjálpari í Akureyrarkirkju. Guðfinna missti elstu dóttur sína, Báru, úr sjálfsvígi 1.ágúst 2014. Hún starfað í stjórn Samhygðar, samtökum um sorgog sorgarviðbrögð á Norðurlandi eystra sem er nýorðiðaðildarfélag að Sorgarmiðstöð. Guðfinna situr í stjórnSorgarmiðstöðvar sem fulltrúi Samhygðar.

Pálína Georgsdóttir

Pálína kom til Íslands frá Mexíkó árið 2009. Hún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og MBA, og starfar sem ferðaráðgjafi. Pálína missti þríbura á 22. viku meðgöngu árið 2012. Palína hefur setið í stjórn Gleym mér ei síðan 2020.

Hulda Guðmundsdóttir

Hulda er með M.A í guðfræði og djáknakandídat frá Háskóla Íslands. Hulda varð ekkja með ung börn. Í tæp 20 ár var hún virk í stjórn og starfi Nýrrar dögunar, stuðnings í sorg.  Hulda kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var fyrsti formaðurinn frá árinu 2018-2020.

Bjarney Harðardóttir

Bjarney er rekstarhagfræðingur og með MBA frá HR. Bjarney missti son sinn í sjálfsvígi árið 2015. Bjarney var fyrstu formaður styrktarfélags Lífs og kom að stofnun félagsins árið 2009.

Karólína Helga Símonardóttir

Karólína Helga er mannfræðingur, M.A., með diplómu í kennslufræðum og Opinberri stjórnsýslu MPA. Hún starfar sem skrifstofustjóri ásamt því að hafa langa reynslu af því að stýra verkefnum innan opinberra geirans og félagasamtaka. Karólína Helga missti sambýlismann sinn skyndilega árið 2017. Hún sat í stjórn Ljónshjarta 2019-2021.  Karólína Helga hefur setið í stjórn Sorgarmiðstöðvar frá […]