Stuðningur frá Konsept

Styrkur er ekki alltaf í formi fjárframlaga. Síðastliðinn fjögur ár hefur Sorgarmiðstöð fengið mikinn stuðning í formi þjónustu frá fyrirtækinu Konsept. Steinþór hönnuður og tæknigúrú hefur staðið vaktina og hjálpað okkur með öll þau mál er hafa komið upp varðandi heimasíðu okkar. Hann hefur unnið við lagfæringar, breytingar á síðunni en einnig stigið inn og […]

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí. Á aðalfundi voru samþykkt ný lög og var ákveðið að fækka í stjórn úr 7 manns í 4 manns. Þau sem sitja í nýrri stjórn eru: Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson og er hann nýr formaður, Berglind Arnardóttir, Hólmfríður Anna Baldursdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir. Í […]

Símasöfnun

Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir. Nú erum við að bjóða fólki að gerast vinur í raun og styðja Sorgarmiðstöð með mánaðarlegum eða einstökum greiðslum en það hefur orðið gífurleg aukning í þjónustuna undanfarið ár og þá sérstaklega stuðningshópastarfið. Tekið skal fram að Sorgarmiðstöð byggir tilveru sína á styrkjum og því er […]

Fimmti þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar kominn í loftið

Fimmti þátturinn kallast „Að missa foreldri í fíkn, flóknu hliðar sorgar“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Kol­bein Elí Pét­urs­son sem missir móður sína ungur að árum, sorgina og hversu flókin sorgin getur verið. Hægt er að hlusta á þættina hér.

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpa

Í vikunni hlaut Sorgarmiðstöð fjölskylduviðurkenningu SOS Barna­þorp­anna fyr­ir stuðning og þjónustu í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi. El­iza Reid forsetafrú af­henti Karólínu Helgu Sím­on­ar­dótt­ur, stjórn­ar­formanni viðurkenninguna á al­þjóð­leg­um degi fjöl­skyld­unn­ar.Á athöfninni ávarpaði Eva Skarpa­as, einn af þjónustuþegum Sorg­ar­mið­stöðv­ar við­stadda. Þar deildi hún reynslu sinni af því hvernig þjónusta Sorgarmiðstöðvar nýttist fjölskyldunni þegar sonur Evu féll frá […]