Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir

Guðrún Jóna er hjúkrunarfræðingur B.Sc., MPM. og hefur langa reynslu af því að stýra verkefnum bæði hjá stofnunum og fyrirtækjum.  Guðrún Jóna missti son í sjálfsvígi árið 2010. Árið 2011 kom hún að stofnun Minningarsjóðs Orra Ómarssonar og gerð heimasíðunnar sjalfsvig.is. Hún hefur í mörg ár unnið í gegnum félagasamtök að forvörnum sjálfsvíga og stuðningi við […]

Ína Ólöf Sigurðardóttir

Ína Lóa er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur til fjölda ára. Hún hefur tekið diplómanám í hugrænni atferlismeðferð og einnig útskrifast sem markþjálfi.  Ína missti fyrsta barn sitt á meðgöngu gengin 21 viku árið 2002. Tíu árum síðar árið 2012 missti hún eiginmann sinn úr heilaæxli. Árið 2013 stofnaði hún Ljónshjarta ásamt […]

Guðrún Þóra Arnardóttir

Guðrún Þóra er menntaður lögfræðingur og starfaði sem slíkur í nokkur ár. Hún er einnig útskrifaður markþjálfi og hefur boðið upp á hópmarkþjálfun. Guðrún Þóra hefur verið meðlimur í Hringnum í hartnær áratug og situr nú í stjórn félagsins ásamt því að vera varaformaður þess. Guðrún Þóra sinnir fjáröflunar og markaðsmálum Sorgarmiðstöðvar ásamt því að […]