Sorgarmiðstöð fær styrk frá Lýðheilsusjóði

Þann 11. apríl sl. fékk Sorgarmiðstöð 900.000 kr. styrk úthlutað úr Lýðheilsusjóði. Styrkurinn er fyrir stuðnings og fræðslustarfi Sorgarmiðstöðvar en Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti styrki til 151 verkefnis. Lýðheilsusjóður hefur það hlutverk að styrkja forvarna- og lýðheilsustarf í landinu og við ákvörðun um úthlutun er tekið mið af áherslum heilbrigðisyfirvalda og stefnumörkun um lýðheilsu. […]

,,Veitum hlýju“

Undanfarnar vikur hefur Sorgarmiðstöð unnið að verkefninu „Veitum hlýju“ þar sem saumaðir eru hitapokar og hafa ýmsar unglingadeildir grunnskólanna tekið þátt. Ágóðinn af verkefninu rennur í stuðningshópastarf Sorgarmiðstöðvar en þar gefst syrgjendum einnig kostur á að fá hitapoka á axlirnar á meðan á hópastarfi stendur. Fyrsti skólinn sem tók þátt í verkefninu og afhenti Sorgarmiðstöð […]

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið styrkir Sorgarmiðstöð

Sorgarmiðstöð fékk afhentan veglegan styrk 2.000.000 kr. frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Styrkirnir eru veittir árlega og er ætlað að styðja við verkefni á sviði félags- og velferðarmála. Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni sem hvetja til virkni, vellíðan og valdeflingar einstaklinga í viðkvæmri stöðu.    Ráðherrann lét eftirfarandi orð falla […]

Samtal eftir sýninguna „Ég hleyp“

Borgarleikhúsið og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Ég hleyp“ þann 7. apríl. Í umræðum tóku þátt Harpa Arnardóttir leikstjóri, Gísli Örn Garðarsson leikari og Maríanna Clara Lúthersdóttir sem er listrænn ráðunautur leikhússins. Frá Sorgarmiðstöð voru Steinunn Sigurþórsdóttir og Gunnar Lúðvík Gunnarsson en þau deila þeirri sáru reynslu að hafa misst barn. Leikhúsgestir tóku […]