Gísli Örn leikari veitir Sorgarmiðstöð styrk

Í vikunni veitti Gísli Örn Garðarson leikari Sorgarmiðstöð styrk sem er hluti af ágóða sýningarinnar ,,Ég hleyp“. Leikarinn tók þá ákvörðun snemma á æfingarferlinu að gefa allar sínar tekjur til góðra málefna.  Sýningin ,,Ég hleyp“ fjallaði um mann sem byrjaði að hlaupa eftir barnsmissi. Hann gat ekki höndlað sorgina með öðrum hætti og á hlaupunum […]

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra veitir Sorgarmiðstöð styrk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð styrk að upphæð fimm milljónum króna. Styrkurinn er veittur til almennrar starfsemi Sorgarmiðstöðvar sem felst í þjónustu og stuðningi við syrgjendur í sorgarúrvinnslu.  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra:„Þjónusta Sorgarmiðstöðvarinnar er ómetanleg jafnt fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra enda fylgir því að missa fólkið sitt sorg […]

MISSIR fær Edduna 2022

Við erum einstaklega stolt af því að sjónvarpsþátturinn MISSIR hafi hlotið Edduna í ár fyrir mannlífsþátt ársins. Þættirnir voru unnir í samstarfi við Sorgarmiðstöð og er framkvæmdastjóri okkar hún Ína Lóa Sigurðardóttir einn af höfundum þáttana. Við óskum öllum sem komu að gerð þáttana innilega til hamingju og ekki síst öllum þeim viðmælendum sem voru […]

FIFA22 mót Sorgarmiðstöðvar

FIFA22 mót Sorgarmiðstöðvar var haldið síðasta sunnudag og fór fram úr okkar björtustu vonum. Fjöldi liða skráði sig til leiks og skapaðist ótrúlega góð stemning og fallegur andi. Okkur langar til að þakka öllum sem komu að mótinu innilega og kærlega fyrir allt saman. Arena Gaming Ísland, Rafíþróttasamtök Íslands, GameTíví, styrktaraðilar og þátttakendur. Við hefðum […]

Kyrrðarstund í Dómkirkjunni í tilefni af 10.september

Í tilefni af 10.september var haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni til að minnast þeirra sem við höfum misst í sjálfsvígi. Systur komu og spiluðu fallega tóna og sögð voru huggandi orð. Einnig var kveikt á 39 kertum en það er sá fjöldi sem við missum að meðaltali á ári í sjálfsvígum á Íslandi. Félagar úr slökkviliði […]

Ráðstefna – þakkir

Kærar þakkir færum við öllum þeim sem tóku þátt í ráðstefnu Sorgarmiðstöðvar um skyndilegan missi. Sérstakar þakkir fá þau sem fluttu fræðsluerindi á ráðstefnunni og gerðu okkur þannig kleift að nálgast málefnið frá hinum ýmsu sjónarhornum. Einnig viljum við þakka veittan stuðning frá Sjóvá, Streyma, deCODE, Myllunni, Skyndiprent og salir.is Yfir 400 manns hlýddu á […]

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga, minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi og sýna stuðning og samhug þeim sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi. Í aðdraganda dagsins í ár verða kyrrðarstundir víða um land, kvikmyndasýning verður í Bíó Paradís og er fólk hvatt til að kveikja […]