Sjálfboðaliðakvöld

Í síðustu viku fengum við til okkar hóp yndislegra og öflugra sjálfboðaliða sem aðstoðuðu okkur við hin ýmsu verkefni. Sjálfboðaliðar flokkuðu og útbjuggu sendingar fyrir landsbyggðina af fræðsluefni, límdu á leiðiskerti, týndu til pantanir o.fl. Takk kærlega fyrir hjálpina og samveruna kæru sjálfboðaliðar! Við hlökkum til að sjá ykkur fljótlega aftur 

Taktikal er stoltur stuðningsaðili Sorgarmiðstöðvar

Hugbúnaðarfyrirtækið Taktikal hefur ákveðið að styðja við mikilvægt starf Sorgarmiðstöðvar. Framvegis verða stjórnarfundargerðir félagsins undirritaðar rafrænt með lausn Taktikal sem kemur sér afar vel þar sem stjórnarfólk félagsins er búsett víðsvegar um landið. Sorgarmiðstöð kann Taktikal bestu þakkir fyrir stuðninginn. Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar og Björt Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptatengsla Taktikal við undirritun samnings.

Rekstrarstyrkur

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð rekstrarstyrk að upphæð fimm milljónir króna til tveggja ára.Undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð veitt syrgjendum, aðstandendum þeirra og fagfólki ráðgjöf og stuðning. Miðstöðin hefur haldið úti fjölbreyttri starfsemi þar sem aðsóknin hefur aukist verulega frá opnun og með rekstrarstyrk gefst tækifæri á að halda áfram því góða […]

Skráning er hafin í Reykjavíkurmaraþonið 2023

Skráning er hafin í Reykjavíkurmaraþonið 2023. Í boði er að hlaupa til stuðnings Sorgarmiðstöð í maraþoninu 19. ágúst. Að þessu sinni söfnum við fyrir stuðningshópastarfi okkar en það er stór hluti af starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Hægt er að skrá sig til leiks hér.

Verkefnastyrkur – Hjálp 48

Sorgarmiðstöð fékk afhentan veglegan verkefnastyrk að upphæð 4 milljónir króna frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma sem missa ástvin skyndilega og veita þeim stuðning og viðeigandi hjálp strax í upphafi.Um leið og við þökkum fyrir styrkinn, hlökkum við til að hefja […]

Hópstjórar Sorgarmiðstöðvar

Hópstjórar Sorgarmiðstöðvar hittast einu sinni á önn og fara yfir verklag hópastarfs, ígrunda nýjungar, uppfæra efni, miðla þekkingu o.fl. Einnig eru nýjir hópstjórar kynntir en hópstjórar Sorgarmiðstöðvar eru nú orðnir 25 talsins. Það er alltaf notalegt að koma saman og ræða starfið og hvernig við getum unnið betur að bættri líðan syrgjenda.

Námskeið barna

Í mars kláruðum við námskeið barna í Sorgarmiðstöð. Námskeiðið var einstaklega vel sótt og mættu 12 börn á aldrinum 6 – 15 ára á námskeiðið. Foreldrar og forráðamenn tóku þátt fyrsta daginn en fengu jafnframt fræðsluna ,,Að styðja barn í sorg“. Á námskeiðinu var áhersla lögð á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan […]