Nær dauða en lífi

Birna Dröfn Jónasdóttur, blaðakona, hópstjóri og stjórnarmeðlimur hjá Sorgarmiðstöðinni kom í hlaðvarpið „Nær dauða en lífi“ og ræddi um mikilvægi stuðnings í sorgarferlinu.

Sorg og Missir – hlaðvarp Sorgarmiðstöðvar

Í samstarfi við mbl.is hefur Sorgarmiðstöð gefið út hlaðvarpið Sorg og Missi. Fyrsti þátturinn kallast „Jólin og sorgin“ og er þar rætt við Ínu Lóu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar. Fer Ína Lóa í gegnum hvað Sorgarmiðstöð gerir fyrir syrgjendur og hvaða ráð er gott að hafa í huga um jólin.

Lífið snýst á hvolf við fráfall maka

Guðrún Ágústsdóttir, hópstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni og fyrrverandi forseti borgarstjórnar, missti eiginmann sinn, Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, í janúar 2021. Hún segir að lífið snúist á hvolf við fráfall maka. Hún segir sorgina aldrei fara og vera alltaf til staðar. Í útvarpsþættinum Lífið eftir vinnu, að eldast á Íslandi, sem er á dagskrá Rásar […]

Sorgin fer ekki, hún lifir með manni

Við höfum flest einhvern tíman á lífsleiðinni upplifað sorg. Sorgin fer ekki, hún lifir með manni. Í hlaðvarpinu „Fokk ég er með krabbamein“ ræðir Sigríður Þóra við séra Vigfús Bjarna og Ínu Ólöfu framkvæmdarstjóra Sorgarmidstod, sem bæði eru sammála um mikilvægi sorgarúrvinnslu, þó svo að hver og einn takist á við sorgina á mismunandi hátt.

Segðu mér með Ínu Lóu og Evu Dís

Einlægt og fallegt samtal í þættinum Segðu mér við þær Ínu Lóu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar og Evu Dís. Þær koma inn umræðuna um dauðann og þennan vandræðagang í kringum hann. Hvað er það sem við viljum eftir okkar dag ? Höfum við komið óskum okkar á framfæri? Ef ekki, afhverju ekki? Og margt fleira áhugavert sem […]

Leyfðu þér að kynnast hinum látna

Karólína Helga stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar fór í einlægt spjalli við Olgu Björt í nýju hlaðvarpi sem kallast Plássið. Þar gefur hún m.a. nokkur ráð til þeirra sem vilja styðja betur við bakið á syrgjendum.

Spjallið með Góðvild

Ína framkvæmdastýra Sorgarmiðstöðvar var í einlægu spjalli hjá Góðvild. Ína ræddi meðal annars um eigin missi, mikilvægi sorgarúrvinnslu, hópastörf, sorgarorlof og Sorgarmiðstöðina. Við mælum með því að horfa.

Að missa barn

Hrannar Már mætti í Hæ Hæ hlaðvarpið hjá Helga og Hjálmari þar sem hann deildi reynslu sinni af því að missa barn. Þetta er hjartnæmur þáttur sem kemur inn á allan tilfinningaskalann – jafnt hlátur sem grátur. Hrannar Már sér um hópastarf fyrir Barnsmissi hjá Sorgarmiðstöð ásamt Steinunni Sigurþórsdóttur sem hefst í byrjun september.

Anna Lísa og Örlygur

Viku eftir 20 vikna sónar fékk Anna Lísa verki. Þetta er sagan um Örlyg og sáran missi. Sagan gæti reynst ykkur erfið að hlusta á.

Vissi strax að þetta væri minn maður

Veist aldrei hvenær sorgin hellist aftur yfir þig. Þórhildur segir að dótturmissirinn sé ferli sem eigi eftir að standa yfir út lífið. „Þetta er sársauki sem maður losnar ekki við og kærir sig ekki endilega um að losna við,“ segir Þórhildur. Maður lifir með honum en auðvitað minnkar verkurinn í brjóstinu og maður fer að […]

„Vildi fara af þessari eyju eins langt og ég gæti“

Samfélagið er smátt og smátt að átta sig á mikilvægi sorgarúrvinnslu. Hér segir Snorri Engilbertsson leikari, sem missti móður sína úr krabbameini fyrir fimmtán árum, frá því að hann vann ekki úr áfallinu fyrr en áratug síðar.

Foreldramissir

Birna fyrrum stjórnarkona Sorgarmiðstöðvar í einlægu og fallegu viðtali.

Vigfús Bjarni sjúkrahúsprestur

Í fyrsta þættinum um missir ræðir Syvlía Hall við Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprest sem hefur mikla reynslu af því að starfa með syrgjendum.  Í þáttunum Missir er rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt.