Jóhanna María Eyjólfsdóttir

Jóhanna María útskrifaðist sem djákni frá HÍ árið 2017. Hún hefur talsverða reynslu af því að styðjaaðstandendur í sorg og missi, m.a. í gegnum störf sín hjá útfararþjónustu, með eldri borgurum og einstaklingum sem hafa misst, m.a. í sjálfsvígi. Hún starfar sem sjálfboðaliði í Áfalla- og viðbragðsteymi Rauða krossins og hefur auk þess sinnt sjálfboðnu […]

Þórunn Pálsdóttir

Þórunn er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi. Hún missti frumburð sinn eftir 20 vikna meðgöngu. Þórunn stofnaði Gleym mér ei styrktarfélag ásamt Önnu Lísu Björnsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Hún hefur verið í stjórn Gleym mér ei frá stofnun þess og unnið að ýmsum málefnum til að styðja við foreldra sem missa barn á meðgöngu, í fæðingu […]

Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir

Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir lauk embættisprófi í Guðfræði frá HÍ árið 2007. Hún hefur unnið á leikskólum og um tíma hjá Barnavernd áður en hún flutti til Bandaríkjanna og dvaldi þar í 11 ár. Núna starfar hún hjá Lágafellssókn. Guðlaug hefur sjálf reynslu af foreldramissi en hún missti pabba sinn þegar hún var 19 ára.

Hólmfríður Ólafsdóttir

Hólmfríður er djákni með BA í djáknafræðum/guðfræði og diplómanám í sálgæslu. Hún lauk einnig nýverið sáttamiðlun frá Sáttamiðlunarskólanum. Hólmfríður hefur starfað sem djákni í 8 ár og hefur víðtæka reynslu af sálgæslu við syrgjendur. Hún sinnir bæði eftirfylgd eftir andlát, á samtöl við fólk í alvarlegum veikindum, er að ganga í gegnum skilnaði o.fl. Einnig […]

Guðrún Ágústsdóttir

Guðrún var um árabil borgarfulltrúi í Reykjavík, en auk þess vann hún sem ritari í Hjúkrunarskóla Íslands, í menntamálaráðuneytinu, hjá Kvennaathvarfinu og Jafnréttisráði svo eitthvað sé nefnt. Í mörg ár bjó Guðrún í Kanada, Svíþjóð og síðast Danmörku og þar tók hún BSc próf í félagsvísindum. Guðrún var formaður Öldungaráðs Reykjavíkur 2015­–2018 og svo ráðgjafi […]

Birna Dröfn Jónasdóttir

Birna Dröfn hefur frá árinu 2015 stýrt stuðningshópi fyrir einstaklinga sem misst hafa foreldri. Hún missti sjálf föður sinn þegar hún var 12 ára og móður sína þegar hún var 27 ára gömul.Birna hefur barist fyrir réttindum barna sem misst hafa foreldri og tók meðal annars þátt í vinnu við breytingar á lögum um rétt […]

Guðný Hallgrímsdóttir

Guðný Hallgrímsdóttir Mth er starfandi prestur. Hún er með tvö meistarapróf í sálgæslufræðum og hefur einnig lagt stund á námsráðgjöf og fötlunarfræði. Guðný hefur rúmlega þriggja áratuga reynslu af því að vinna með og mæta fólki í sorg á öllum aldri. Hún hefur skrifað bók um sorgina og ólíkar/mismunandi myndir hennar. Bókina byggði hún á […]

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir

Guðrún Jóna hefur frá árinu 2017 stýrt stuðningshópi fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Hún missti son í sjálfsvígi árið 2010.Árið 2011 kom hún að stofnun Minningarsjóðs Orra Ómarssonar og gerð heimasíðunnar sjalfsvig.is. Hún hefur barist fyrir því að opna umræðu um sjálfsvíg á opinberum vettvangi. Ásamt því að hafa unnið í mörg […]

Gunnjóna Una Guðmundsdóttir

Gunnjóna Una hefur undanfarin ár verið hópstjóri í stuðningshóp fyrir þau sem missa maka á efri árum. Gunnjóna Una starfaði í 17 ár sem félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu og á einnig að baki MA nám í öldrunarfræðum. Hún hefur  verið leiðbeinandi á námskeiðum í hugrænni atferlismeðferð síðan 2008, leitt djúpslökun og hópslökun í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins ásamt […]

Halldór Reynisson

Halldór hefur lengi verið með margvíslega stuðningshópa fyrir syrgjendur, s.s. um gamla og óuppgerða sorg, sorg vegna fíknidauða en lengst var hann með stuðningshópa fyrir foreldra sem misst höfðu barn. Þá hefur Halldór einnig flutt fjölda fyrirlestra og verið með námskeið um sorg og sorgarviðbrögð um land allt.  Halldór var lengi í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka […]