Nær dauða en lífi
Birna Dröfn Jónasdóttur, blaðakona, hópstjóri og stjórnarmeðlimur hjá Sorgarmiðstöðinni kom í hlaðvarpið „Nær dauða en lífi“ og ræddi um mikilvægi stuðnings í sorgarferlinu.
Erfitt að vera syrgjandi og kalla eftir aðstoð
„Það er mjög erfitt að vera syrgjandi og taka upp símann og kalla eftir aðstoð. Það er miklu betra ef hún býðst okkur,“ segir Ína og hvetur þá sem eiga syrgjandi ástvini að vera duglegir við að bjóða fram aðstoð sína, þá sérstaklega nú þegar jólin eru á næsta leyti.
„Fannst ég lengi að tjasla mér saman“
„Þú ert að missa sálufélaga þinn og oft einhvern veginn helminginn af sjálfum þér,“ lýsir Ína Lóa makamissinum en árið 2012 lést eiginmaður hennar og barnsfaðir eftir stutta en erfiða baráttu við æxli í heila. „Ég man þessar setningar sem maður fékk að heyra svo oft: „Þú ert svo dugleg og þú ert svo mikil hetja,“ […]
Sorg og gleði mætast á jólunum
Ína Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Sorgarmiðstöðvarinnar, var gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum á dögunum þar sem hún sagði frá reynslu sinni af ástvinamissi sem hún hefur unnið úr í gegnum árin og náð að öðlast jafnvægi á ný með sorgina sér við hlið.
„Ég man að fyrsta árið sat í mér spurningin; Hvað svo?“
Karólína Helga Símonardóttir mannfræðingur varð ekkja 33 ára þegar maður hennar, Daði Garðarsson, varð bráðkvaddur, aðeins 35 ára gamall. Í þessu viðtali ræðir hún um hvernig líf hennar og barnanna hennar fjögurra umturnaðist á einu augabragði. Með góðri hjálp hefur hún unnið úr sorginni og er í dag stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Lífið snýst á hvolf við fráfall maka
Guðrún Ágústsdóttir, hópstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni og fyrrverandi forseti borgarstjórnar, missti eiginmann sinn, Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, í janúar 2021. Hún segir að lífið snúist á hvolf við fráfall maka. Hún segir sorgina aldrei fara og vera alltaf til staðar. Í útvarpsþættinum Lífið eftir vinnu, að eldast á Íslandi, sem er á dagskrá Rásar […]
,,Við viljum horfa í víðu samhengi á það hvernig við getum gert betur fyrir syrgjendur“
Elsku Guðrún Jóna okkar í enn einu samtalinu um ráðstefnuna okkar um skyndilegan ástvinamissi sem fram fór sl. miðvikudag.
Góð úrræði í sorg og góður stuðningur í sorg skiptir svo miklu máli fyrir framhaldið
Freyr Eyjólfsson fjölmiðlamaður og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fagstjóri Sorgarmiðstöðvar voru í morgunútvarpi rásar 2 þar sem þau ræddu sorg og missi. Einnig kynntu þau ráðstefnuna Sorgarmiðstöðvar um skyndilegan missi sem fram fór 31. ágúst 2022.
Skyndileg dauðsföll eru yfir hundrað á hverju ári
„Við viljum styðja fólk sem missir skyndilega og við viljum gera það á fyrstu 48 klukkutímunum frá andláti,“ segir Guðrún Jóna fagstjóri Sorgarmiðstöðvar um verkefnið hjálp – 48
„Þetta er mjög flókin sorg að vinna með“
„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að við hvert sjálfsvíg sitji 135 einstaklingar eftir verulega slegnir,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri á lýðheilsusviði hjá embætti landlæknis, í samtali við mbl.is og bendir á að ef talan 40 er margfölduð með 135 komi í ljós að þeir sem verði fyrir áhrifum af sjálfsvígum að meðaltali á ári hverju séu á […]
Frumvarp um sorgarleyfi orðið að lögum
Þann 15. júní sl. var frumvarp um sorgarleyfi samþykkt einróma og er orðið að lögum. Lögin tryggja foreldrum sem missa barn sitt leyfi frá störfum. Einnig fá foreldrar greiðslur til að koma til móts við tekjutap. Karólína Helga Símonardóttir formaður Sorgarmiðstöðvar var fengin í stutt viðtal þar sem hún talar um að Sorgarmiðstöð fagni þessu […]
„Í rúm fimmtán ár lét ég nánast eins og þetta hefði ekki skeð“
Kristján Hafþórsson ræddi við Arnar Svein Geirsson í hlaðvarpinu sínu Jákastið en Arnar Sveinn en missti móður sína úr krabbameini þegar hann var aðeins ellefu ára gamall. Það tók hann mörg ár að byrja að vinna úr áfallinu.
Áríðandi að ræða um sjálfsvíg án þess að vekja skömm
Guðrún Jóna segir tímann ekki lækna öll sár en hann mildi sársaukann. Orri Ómarsson, sonur Guðrúnar féll fyrir eigin hendi aðeins 16 ára að aldri. Vanda þurfi umfjöllum um sjálfsvíg en það sé flókið fyrir alla að fást við missi eftir sjálfsvíg.
Allt breyttist á einni nóttu
„Það er erfitt að lýsa þessu en það hefur verið mikill doði yfir allri fjölskyldunni í þessi ár en það er nú samt þannig að maður verður að halda áfram og við höfum verið að vinna okkur í gegnum sorgina,“ segir Hilmir Snær og bætir við að foreldrar hans hafi tekið missinum af miklu æðruleysi.
Sorg á vinnustöðum: „Ég kveið fyrir því að byrja að vinna“
„Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir starfsmaður Sorgarmiðstöðvarinnar.
Sorg á vinnustöðum: Auðvelt að gera mistök
„Það skiptir öllu máli að vinnustaðurinn láti mann finna að sorgin og söknuðurinn sem maður er að fara í gegnum sé viðurkenndur, svigrúm veitt til að syrgja en á sama tíma séu skilaboðin skýr um að maður skipti máli sem starfsmaður og að þeir vilji mann aftur. Þetta er algjört lykilatriði í skilaboðum vinnuveitenda til […]
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir missti föður sinn og mann með nokkurra mánaða millibili. Í viðtalinu ræðir hún sorgina.
Sorgin fer ekki heldur lifir með manni
Ína ræddi sorg, sorgarferlið og sorgarúrvinnslu í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein ásamt séra Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti. Séra Vigfús aðstoðaði Ínu Ólöfu og börnin hennar tvö eftir þeirra missi.
Kristín Andrea um ER ÁST: Sterk ást lifir í auðugu dánarbúi hugverkanna
„Svo að það er ekki bara sorgin og allt sem þarf að huga að eftir andlát einhvers nákomins, heldur fylgir því sú aukna ábyrgð að halda arfleifðinni og nafni listamannsins á lofti.”
Forðaðist tilfinningar sínar þegar mamma dó
Arnar Sveinn ræðir þær tilfinningar sem hann hefur tekist á við eftir að hafa misst móður sína ellefu ára gamall.
Eilífðarverkefni að læra lifa með sorginni
„Það er í raun og veru ekkert sem tekur við þegar maður missir barn svona skyndilega, þá er í raun og veru enginn stuðningur,“ segir hún og heldur áfram. „Þú missir allt frumkvæði til að sækja eftir hjálp.“ Hún segir það í raun vera mismunandi hvort fólki bjóðist aðstoð eða hvort það þurfi að leita […]
Eldsvoðinn á Þingeyri: Erfitt að horfast í augu við minningarnar
Í viðtalinu er rætt við Anton Líni Hreiðarsson sem missti báða foreldra sína og bróður í eldsvoða.
Viltu í alvöru deyja? Þáttur 4.
Lóa Pind ræðir við aðstandendur þeirra sem hafa svipt sig lífi. Hvað getum við gert til að hjálpa fólki sem finnst dauðinn betri kostur en lífið sjálft?
Viltu í alvöru deyja? Þáttur 3.
Lóa Pind ræðir við aðstandendur þeirra sem hafa svipt sig lífi. Hvað getum við gert til að hjálpa fólki sem finnst dauðinn betri kostur en lífið sjálft?
Viltu í alvöru deyja? Þáttur 2.
Lóa Pind ræðir við aðstandendur þeirra sem hafa svipt sig lífi. Hvað getum við gert til að hjálpa fólki sem finnst dauðinn betri kostur en lífið sjálft?
Viltu í alvöru deyja? Þáttur 1.
Lóa Pind ræðir við aðstandendur þeirra sem hafa svipt sig lífi. Hvað getum við gert til að hjálpa fólki sem finnst dauðinn betri kostur en lífið sjálft?
Nánd skiptir öllu máli
Hulda Guðmundsdóttir stjórnarmaður og fyrrv. formaður Sorgarmiðstöðvar var fyrsti viðmælandi Minninga sem er nýr vefur með þann tilgang að auðvelda fólki að varðveita minningu látins ástvinar í öruggu og aðgengilegu umhverfi.Í viðtalinu fjallar Hulda um sorg í íslensku samfélagi, þarfir syrgjenda og tilurð og þjónustu Sorgarmiðstöðvar.
Mikilvægt að eiga heiðarleg samskipti um dauðann
Rósa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og djákni ræðir við Sigríði Þóru í Krafts hlaðvarpinu um mikilvægi þess að eiga opin samskipti við sína nánustu um dauðann.
Þetta var eins og raflost, rafmagnstafla sem brennur yfir.
„Þetta var eins og raflost, rafmagnstafla sem brennur yfir.“ Með þessum orðum lýsir Benedikt Þór Guðmundsson tilfinningunni sem helltist yfir hann þegar honum var tilkynnt að sonur hans, Pétur Benediktsson, væri látinn.
Enginn óhultur fyrir sjálfsvígshugsunum
Viðtal við Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur þar sem hún fjallar um veikind og sjálfsvíg Orra sonar síns.
Karólína hefur misst svo marga: „Þarna stóð ég uppi ein með fullt hús af börnum“
„Það er nú einu sinni þannig að við munum öll kynnast sorg og missi einhvern tímann yfir ævina og við viljum geta tekið á móti öllum syrgjendum með opnum örmum, alltaf“ segir Karólína Helga Símonardóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar í einlægu viðtali við Mannlíf.
Ég mun alltaf sakna hans
Missir eru áhrifaríkir þættir sem Eva Dís og Ína Ólöf gerður með Republik Film og Símanum. „Ég held að þeir sem lenda í svona áföllum séu oft svo þjakaðir af samviskubiti. Það er samviskubitið yfir að gráta ekki nóg, yfir að brosa, yfir að eignast annað barn eða nýjan maka. Það er eins og okkur […]
Rífur hjartað í tvennt að þurfa að hringja þetta símtal
Aron Guðmundsson var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1 þar sem hann sagði frá foreldra missinum og hvernig hann hefur lært að lifa með sorginni.
Manni má líða alls konar
„Svo snerist þetta ekki bara um mína líðan. Ég þurfti að huga að því hvernig best væri að hjálpa eldri dóttur minni sem þurfti að takast á við þennan missi á sinn hátt. Úr þessu varð Dagbókin mín eða Þakklætisdagbókin sem er ætluð til að hjálpa þeim sem á þurfa að halda að æfa hugann […]
Í minningu sonar
„Það getur enginn hlaupið frá sorg og hún er bæði lífsnauðsynlegt og óhjákvæmilegt þroskaferli. Ef við vöndum okkur þá getur hún líka verið gullfalleg og þá verður vondur sársauki góður. Hvort sem það er í líkamanum, huganum eða sálinni,“ Björn Hjálmarsson skrifar fallega hinstu kveðju til Hjálmars sonar síns.
Sérhver ástarsaga er einstök
„…það eru alltaf einhverjir sem telja að þeir sem halda minningu þeirra sem eru farnir á lofti séu fastir í sorginni sinni. Auðvitað snýst þetta ekki um það…“ Thorunn Erna Clausen
Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér
Brynja Bjarnadóttir ræðir föðurmissinn í hlaðvarpsþættinum Missi. Faðir hennar, Bjarni Eiríksson, framdi sjálfsvíg í júní árið 2017.
Sorgin er búin til úr ást
„Sorg er í rauninni fallegasta tilfinningin af því að hún er búin til úr ást. Það er ekki hægt að syrgja nema að hafa elskað og ég er ofsalega þakklát fyrir það,“ segir Íris Birgisdóttir. Hún missti manninn sinn, Kolbein Einarsson, í maí 2019.
Góð ráð gegn sorg um jólin
Yndislegt og gagnlegt viðtal við hana Ínu Ólöfu hjá Sorgarmiðstöð um sorgina og jólin. Góð ráð til syrgjenda, góð ráð til aðstandenda og útskýringar á alls konar tilfinningum sem fylgja hátíðunum eftir missi. Við mælum eindregið með því að lesa yfir þetta viðtal. Hlúið sérstaklega vel að ykkur yfir hátíðarnar.
Dauðinn er síðasta undrið
Fallegt viðtal um sorg og lífið.
„Ekki sjálfgefið að maður komist í gegnum þetta“
Guðrún Jóna er starfsmaður Sorgarmiðsöðvar og hefur hag syrgjenda sannarlega fyrir brjósti.
Það er engin skömm að því að vera þunglyndur
„Það er gríðarlega mikilvægt að börn og unglingar sem ganga í gegnum erfiðleika fái þann stuðning sem þeir þurfa. Það verður að vera hægt að tala um málin og leysa þau svo fólk þurfi ekki að burðast með erfiðleikana fram á fullorðinsár. Þá getur jafnvel verið of seint að bregðast við.“ Þetta segir Dagný Maggýjar […]
Um hundrað börn á ári missa foreldri en aðeins hluti þeirra fær aðstoð
Stjórnarkona Sorgarmiðstöðvar í fallegu viðtali.
„Hvernig feilaru mest sem móðir? Þegar barnið þitt vill ekki lifa.“
„Það hvarflaði aldrei að mér í alvörunni að þetta myndi gerast, maður upplifir þetta sem svo mikinn feil, hvernig feilaru mest sem móðir? Þegar að barnið þitt vill ekki lifa. Ég er að feila því ég get ekki lagað barnið mitt sem er veikt“ Segir Eva Skarpaas móðir Gabríels Jaelon Skarpaas Culver sem svipti sig […]
Vann úr sorginni með fjölskyldu barnsins
„Missir, sorg og áföll gera sjaldnast boð á undan sér og er það afar persónubundið hvernig fólk tekst á við slíka erfiðleika. Fólk upplifir sorgarviðbrögðin á mismunandi hátt, en það er þó mikilvægt að greina á milli hvað þykja eðlileg og óeðlileg sorgarviðbrögð, svo hægt sé að bregðast rétt við,“ segir Bergþóra um viðfangsefnið.
Vissi strax að þetta væri minn maður
Veist aldrei hvenær sorgin hellist aftur yfir þig. Þórhildur segir að dótturmissirinn sé ferli sem eigi eftir að standa yfir út lífið. „Þetta er sársauki sem maður losnar ekki við og kærir sig ekki endilega um að losna við,“ segir Þórhildur. Maður lifir með honum en auðvitað minnkar verkurinn í brjóstinu og maður fer að […]
Tókst á við sjálfsvíg unnusta síns með því að vera sönn sjálfri sér
Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona K100, missti Brynjar Berg Guðmundsson, unnusta sinn og barnsföður, í október árið 2018. Kristín segir sína sögu í hlaðvarpsþættinum Missi.
„Vildi fara af þessari eyju eins langt og ég gæti“
Samfélagið er smátt og smátt að átta sig á mikilvægi sorgarúrvinnslu. Hér segir Snorri Engilbertsson leikari, sem missti móður sína úr krabbameini fyrir fimmtán árum, frá því að hann vann ekki úr áfallinu fyrr en áratug síðar.
Heimurinn hrundi þegar Orri lést
Fallegt viðtal um missi. „Heimurinn bara hrynur. Ég vissi það ekki fyrr en mörgum árum seinna þegar ég fór að setja saman fyrirlestur um minn missi að þá rifjuðu fjölskyldumeðlimir og vinir mínir það upp með mér að það þurfti að mata mig. Ég gat ekki farið ein í sturtu. Ég þurfti lyf til þess […]
Ég hræðist ekki sorgina
Anna Sigurdardottir sálfræðingur segist hafa fengið tækifæri til að endurskoða gildi sín og lífsviðhorf eftir barnsmissi. Í maímánuði árið 2013 tók líf hennar u-beygju er hún fæddi andvana dóttur.
Tobba líkir sorginni við teygju: „Það er ekkert hægt að mæla sorg í mánuðum eða árum“
Tobba Marinós talar um systur sína sem lést árið 2016. Tobba segir jólin erfiðan tíma fyrir fjölskyldur sem eru í sorg og hennar fjölskyldu enga undantekningu frá þeirri reglu. „Það er ekkert hægt að mæla sorg í mánuðum eða árum. Ég hef farið í sálfræðimeðferðir og svo framvegis og reynt að stytta mér leið eins […]
Var sjálfur sex ára þegar faðir minn dó
Börnin skilja meira en við höldum: Ómar í leikritinu áttar sig á því að amma hans sé veik. Hún er með langvinna lungnateppu og Ómar byrjar að leita að skýringum á þeim hugtökum. Hann lendir í ævintýrum og með áhorfendum þar sem hann uppgötvar hann fleiri torskilin orð og lærir að skilja þau. „Við fáum […]
Sorgin lá eins og mara yfir lífinu
„Að lifa einmana í óunninni sorg getur verið hættulegt. Birtingarmyndir slíks ástands geta verið: reiði, hræðsla, þunglyndi, kvíði, neysla og/eða sjálfsvígshugsanir – og jafnvel sjálfsvíg. En að vera saman í sorginni, tengjast hvoru öðru, gráta, vinna úr hlutunum og finna fyrir erfiðum tilfinningum saman án dómhörku, án skammar getur styrkt okkur öll svo mikið. Og […]
Er ekki nóg að hafa hitt?
Þórarinn Eldjárn og Unnur Ólafsdóttir, eiginkona hans, hafa ekki aðeins misst einn son, heldur tvo. Þá Kristján og Ólaf en hvorugur þeirra náði þrítugu.
Tíminn læknar ekki öll sár
Tíminn læknar ekki öll sár, en það er hægt að lifa með sorginni. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, ræðir um líf sitt, störf og sáran missi en hann missti eiginkonu sína, Nínu, úr bráðahvítblæði.
Hún lifir í minningum okkar
„Ég hef val. Annaðhvort að vera ósáttur við næstu ár eða vera sáttur við næstu ár. Ef ég ætla að vera sáttur næstu ár verð ég að sætta mig við það sem hefur gerst. Ég gæti farið sömu leið og síðast, sett upp grímu og látið eins og allt sé í lagi en hrunið svo […]
Bjargráð í sorg – enginn töfrasproti eftir missi
„Það er enginn töfrasproti og það er ekkert sem gerist ókeypis í þessu. Þetta er erfitt úrvinnsluferli sem verður að fá að eiga sér stað,“ segir Sigurbjörg Sara, sérfræðingur í áfallafræðum, um hvað gerist þegar fólk upplifir missi og ferlið sem tekur við.
Les ljóð eftir Sigurð á hverjum degi
„Ég ætla að hafa Sigurð með mér hér áfram, þangað til ég veit ekki hvenær,“ segir hún ofureðlilega. „Það var einhver að minnast á það við mig um daginn, varfærnislega, að röddin hans væri enn í símsvaranum hér heima, hélt þetta væri eitthvað sem ég hefði ekki athugað. En ég geri það stundum bara sjálf […]
Þegar – Anna Sif Ingimarsdóttir
Viðtal við Önna Sif Ingimarsdóttur þar sem hún fjallar um veikindi og sjálfsvíg eiginmanns síns.
Sjálfsvíg ekki annað en eitthvað sem gerist í kjölfar veikinda.
„Það er ekki sjálfgefið að maður komist í gegnum þetta“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir sem missti sextán ára son í sjálfsvíg árið 2010 en sjálf hefur hún á undanförnum árum lagt áherslu á að vera til staðar fyrir aðra sem lent hafa í sömu sporum. Hún segir umræðuna um sjálfsvíg vera skammt á veg komna […]
Skrýtnast hvernig jörðin hélt bara áfram að snúast
„Það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“
„Á endanum var það þannig að ég var farinn að gleyma henni“
„Söknuðurinn var of sár, ég gat ekki tekið á móti söknuðinum. Ég gat ekki tekið á móti því að líða illa og því var leiðin mín að ég ætlaði að hætta að sakna“.
Ákváðu að hafna meðferð og njóta lífsins
Kristín Þórsdóttir, ekkja Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem lést 36 ára gamall úr krabbameini, segir að það hafi verið þeim erfið ákvörðun að hætta meðferð. „En í rauninni vorum við alltaf á því að velja að líða vel og lifa á meðan við værum lifandi. Þetta var bara ótrúlega rétt ákvörðun fannst okkur svo þegar við […]
Synir Jónu Dóru létust í eldsvoða árið 1985: „Maður verður að engu“.
Jóna Dóra segir að það sé vel mögulegt að vinna sig út úr svo alvarlegu áfalli, flestir sem verði fyrir áföllum nái að lifa góðu lífi og ná gleðinni inn í líf sitt á nýjan leik. „Mér finnst svo mikilvægt að þeir sem eru í sorg núna hafi það einhversstaðar á bakvið eyrað ekki gefa […]
Eina spurningin sem ég fékk ekki svar við var: „Hvar er mamma núna?“
Það skiptir máli að geta talað um erfiða hluti eins og dauðann… það er partur af tilveru okkar allra. Takk Arnar Sveinn Geirsson fyrir að stíga fram og tala svona opinskátt um þína reynslu.
Erfitt þegar stóllinn er skyndilega auður
Jólin eru alla jafna gleðilegur tími, en fyrir fólk í sorg eru jólin og áramótin erfiður tími. Halldór Reynisson, fyrrverandi prestur, leggur áherslu á að fólk gæti að tilfinningum og líðan þeirra sem syrgja og virði það að sorgin er langhlaup.
Erfiðast að segja börnunum frá sjálfsvígi föður þeirra.
„Það er ferli að sættast við þetta hörmulega áfall“ segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir, ráðgjafi, sem vill opna umræðuna um sjálfsvíg á Íslandi. Sigurbjörg þekkir sjálf þá miklu sorg sem fylgir sjálfsvígum en fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir svipti sig lífi fyrir sex árum. Við heyrum sögu Sigurbjargar í Íslandi í dag.
Sjálfsvíg á ekki að vera tabú
„Það líður öllum betur í dag. Það eru sex ár síðan en samt alltaf eins og það hafi gerst í gær. Þetta er alltaf í huganum, en þetta er sár sem við höfum þurft að læra að umgangast og við erum að því,“ segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir
Mæður sem hafa misst syni
Í Vesturbæ Reykjavíkur sitja þrjár konur stoltar og undrandi með nýútkomna bók, Móðir, missir, máttur, sem þær eru höfundar að. Oddný Þ. Garðarsdóttir og meðhöfundar hennar; Vera Björk Einarsdóttir og Þóranna M. Sigurbergsdóttir.Allar hafa þær misst syni og fundið styrk í trúnni til þess að takast á við lífið að loknu, „högginu“ sem fjölskyldurnar urðu […]
Dauðinn getur verið ótímabær, en aldrei óeðlilegur
Dauðinn getur verið ótímabær, en aldrei óeðlilegur. Þetta segir Birna Dröfn Jónasdóttir sem missti föður sinn ung að árum. Hún hvetur foreldra til að ræða við börn sín um dauðann. Í sama streng tekur Halldór Reynisson, rektor Skálholtsskóla, en hann hefur aðstoðað syrgjendur á öllum aldri við að takast á við harm sinn. Halldór segir […]
Mikil þörf fyrir aðstoð við syrgjendur
Í september var eitt ár liðið frá stofnun Sorgarmiðstöðvarinnar. Framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, Ína Ólöf Sigurðardóttir, segir að mikil þörf sé í þjóðfélaginu á stuðningi við syrgjendur. Hið opinbera geri margt rétt en hins vegar sé margt sem þurfi að gera betur.
Segja ekki haldið nógu vel um fólk í sorg
„Það er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í því felst að samfélagið sem heild, tengsl manna og samheldni búi í sameiningu að uppeldi barnanna. Þegar lífið gengur sinn vanagang eru þessir kraftar að mestu ósýnilegir. Það er hins vegar í áföllum sem félagsauðurinn verður hverjum manni augljós. Á […]